Lamb Curry
Þessi uppskrift er úr smiðju kokkanna á Austur-Indíafjelaginu sem er hvað þekktasta indverska veitingahúsið hérlendis. Lambakjöt er mikið notað í indverskri matseld og íslenska lambakjötið fellur vel að henni. Austur-Indíafjelagið rekur einnig Austurlandahraðlestina þar sem hægt er að panta mat til að taka með heim.
- 4
Hráefni
1 kg úrbeinað lambalæri
2 rauðlaukar saxaðir
3 tómatar saxaðir
0.5 msk saxaður engifer
0.5 msk saxaður hvítlaukur
2 msk saxaður feskur kóríander
1 msk garam masala
0.5 msk turmeric powder
0.5 msk chilli powder
2 msk kóríander powder
1 msk cumin powder
1-2 msk matarolía
Leiðbeiningar
1
Hreinsið og skerið lambið í litla teninga.
Hitið olíuna á pönnu.
Bætið við lauknum og létt brúnið. Bætið við engiferi og hvítlauk og öllum kryddunum og eldið í 2 mínutur. Bætið við tómötum og eldið þar til þeir blandast vel við maukið. Bætið útí lambinu, salti og bolla af vatni. Eldið þar til lambið er tilbúið og sósan hefur þykknað. Bætið fersku kóríander laufunum áður en borið fram.