Kúmín- og óreganókryddaðar lambaframhryggjarsneiðar

Kúmín- og óreganókryddaðar lambaframhryggjarsneiðar
Pottur og diskur

Hráefni

 1200 g lambaframhryggjarsneiðar
 2 tsk. kúmín, steytt
 4 tsk. óreganó
 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 börkur af ½ límónu, rifinn
 safi úr ½ límónu
 2 msk. steinselja, smátt söxuð, má sleppa
 salt og nýmalaður pipar
 4 msk. olía

Leiðbeiningar

1

Setjið allt í skál nema kjötið og blandið vel saman.

Nuddið kryddblöndunni vel í kjötið og látið standa við stofuhita í 1 klst.

Grillið á meðalheitu grill í 7-8 mín. báðum megin.

Berið fram með óreganó- og kúmínsósu og t.d. blönduðu grænmeti, salati og bökuðum kartöflum.

2

Óreganó- og kúmínsósa:

3

1 dl majónes
2 dl sýrður rjómi
1-2 msk. safi úr límónu
1 tsk. hunang
1 tsk. kúmín
1 msk. óreganó
salt og nýmalaður pipar

Allt sett í skál og blandað vel saman.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​