Kúmín- og óreganókryddaðar lambaframhryggjarsneiðar

Kúmín- og óreganókryddaðar lambaframhryggjarsneiðar
Pottur og diskur

Hráefni

 1200 g lambaframhryggjarsneiðar
 2 tsk. kúmín, steytt
 4 tsk. óreganó
 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 börkur af ½ límónu, rifinn
 safi úr ½ límónu
 2 msk. steinselja, smátt söxuð, má sleppa
 salt og nýmalaður pipar
 4 msk. olía

Leiðbeiningar

1

Setjið allt í skál nema kjötið og blandið vel saman.

Nuddið kryddblöndunni vel í kjötið og látið standa við stofuhita í 1 klst.

Grillið á meðalheitu grill í 7-8 mín. báðum megin.

Berið fram með óreganó- og kúmínsósu og t.d. blönduðu grænmeti, salati og bökuðum kartöflum.

2

Óreganó- og kúmínsósa:

3

1 dl majónes
2 dl sýrður rjómi
1-2 msk. safi úr límónu
1 tsk. hunang
1 tsk. kúmín
1 msk. óreganó
salt og nýmalaður pipar

Allt sett í skál og blandað vel saman.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Deila uppskrift