Kryddlegnar lambalundir með kúskús

Íslenska lambakjötið klikkar ekki þegar undirbúa skal veislu. Hér er uppskrift af girnilegum lambalundum frá Úlfari Finnbjörnssyni sem birtist í veislublaði Gestgjafans 2008.

Pottur og diskur

Hráefni

 2 msk. olía
 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 1 tsk. óreganó
 1 tsk. kummin
 1/2 tsk. nýmalaður pipar
 800 g lambalundir

Leiðbeiningar

1

Blandið vel saman olíu og kryddi og leggið síðan lundirnar í löginn. Geymið í kæli í 2 klst.

2

Kúskús-salat:
3 bollar soðið kúskús
safi úr einni sítrónu eða límónu
1 lítill laukur, smátt saxaður
1 tómatur, fínt saxaður
1-2 msk. mynta, smátt söxuð
1-2 msk. kóríander, smátt saxað
1-2 msk. steinselja, smáttsöxuð
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar

Blandið öllu vel saman. Jafnið lundirnar með buffhamri þannig að þær verði u.þ.b. 1 cm þykkar. Steikið þær á vel heitri pönnu eða á grillií 1-1 1/2 mín . Berið lundirnar fram með kúskús-salatinu.

Dominique og Eymar mæla með víni með Miðjarðarhafskeim, Pujol Fût de Chêne eða GSM blöndu (Mortiès Pic du Loup eða áströlsk blanda, t.d. Peter Lehmann.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​