Kryddlegnar lambalundir með kúskús

Íslenska lambakjötið klikkar ekki þegar undirbúa skal veislu. Hér er uppskrift af girnilegum lambalundum frá Úlfari Finnbjörnssyni sem birtist í veislublaði Gestgjafans 2008.

Pottur og diskur

Hráefni

 2 msk. olía
 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 1 tsk. óreganó
 1 tsk. kummin
 1/2 tsk. nýmalaður pipar
 800 g lambalundir

Leiðbeiningar

1

Blandið vel saman olíu og kryddi og leggið síðan lundirnar í löginn. Geymið í kæli í 2 klst.

2

Kúskús-salat:
3 bollar soðið kúskús
safi úr einni sítrónu eða límónu
1 lítill laukur, smátt saxaður
1 tómatur, fínt saxaður
1-2 msk. mynta, smátt söxuð
1-2 msk. kóríander, smátt saxað
1-2 msk. steinselja, smáttsöxuð
1 tsk. salt
1/2 tsk. pipar

Blandið öllu vel saman. Jafnið lundirnar með buffhamri þannig að þær verði u.þ.b. 1 cm þykkar. Steikið þær á vel heitri pönnu eða á grillií 1-1 1/2 mín . Berið lundirnar fram með kúskús-salatinu.

Dominique og Eymar mæla með víni með Miðjarðarhafskeim, Pujol Fût de Chêne eða GSM blöndu (Mortiès Pic du Loup eða áströlsk blanda, t.d. Peter Lehmann.

Deila uppskrift