Kryddlegnar lambakótelettur
Kryddlegnar lambakótelettur
- 4
Hráefni
1200 g lambakótelettur
Kryddlögur:
2 msk. rósmarínnálar börkur af 1 sítrónu, ysta lagið, rifiðsafi úr 1 sítrónu
2-4 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
4 msk. steinsselja, smátt söxuð
salt og nýmalaður pipar
1 dl olía
Leiðbeiningar
1
Setjið allt í skál og blandið vel saman.
Veltiðkótelettunum upp úr leginum og geymið viðstofuhita í 1 klst.
Setjið þá kóteletturinar í sigtiog látið allan safa renna vel af kjötinu.
Grillið ámeðalheitu grilli í 3-5 mín. á hvorri hlið.
Beriðfram með t.d. kaldri hvítlaukssósu, grilluðugrænmeti og bökuðum kartöflum.
2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir