Kryddlegin lambalund í kóríander og myntu

Kryddlegin lambalund í kóríander og myntu
Pottur og diskur

Hráefni

 700 g lambalund
 1 dl kóríander, saxaður
 1 dl. mynta, söxuð
 2 msk. sítrónusafi
 3 msk. ólífuolía
 1 hvítlauksgeiri, saxaður
 ½ tsk. kummin
 ½ kóríanderduft
 2 þurrkuð chili-aldin, steytt
 1 rauðlaukur, skorinn í grófa teninga 1 rauð paprika, skorin í teninga

Leiðbeiningar

1

Ef notuð eru grillspjót úr tré leggið þau þá í bleyti í 15 mínútur áður en hráefnið er sett á þau. Þræðið síðan kjötið, laukinn og paprikuna upp á spjótin til skiptis og penslið yfir spjótin með restinni af leginum. Grillið í 3-4 mínútur á hvorri hlið á vel heitu grilli, tíminn fer svolítið eftir stærð bitanna og hvernig menn vilja hafa sitt kjöt eldað. Berið fram með jógúrtsósu, grilluðum kartöflum og salati eða öðru meðlæti.

2

JÓGÚRTSÓSA MEÐ MYNTU:

3

¼ agúrka, smátt skorin
1 dós hrein jógúrt
1 dl grísk jógúrt
2 msk. sítrónusafi
2 msk. mynta, gróft söxuð ½ tsk. kummin
salt
svartur nýmalaður pipar

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Myndir: Kristinn Magnússon

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​