Kryddlegin lambalund í kóríander og myntu

Kryddlegin lambalund í kóríander og myntu
Pottur og diskur

Hráefni

 700 g lambalund
 1 dl kóríander, saxaður
 1 dl. mynta, söxuð
 2 msk. sítrónusafi
 3 msk. ólífuolía
 1 hvítlauksgeiri, saxaður
 ½ tsk. kummin
 ½ kóríanderduft
 2 þurrkuð chili-aldin, steytt
 1 rauðlaukur, skorinn í grófa teninga 1 rauð paprika, skorin í teninga

Leiðbeiningar

1

Ef notuð eru grillspjót úr tré leggið þau þá í bleyti í 15 mínútur áður en hráefnið er sett á þau. Þræðið síðan kjötið, laukinn og paprikuna upp á spjótin til skiptis og penslið yfir spjótin með restinni af leginum. Grillið í 3-4 mínútur á hvorri hlið á vel heitu grilli, tíminn fer svolítið eftir stærð bitanna og hvernig menn vilja hafa sitt kjöt eldað. Berið fram með jógúrtsósu, grilluðum kartöflum og salati eða öðru meðlæti.

2

JÓGÚRTSÓSA MEÐ MYNTU:

3

¼ agúrka, smátt skorin
1 dós hrein jógúrt
1 dl grísk jógúrt
2 msk. sítrónusafi
2 msk. mynta, gróft söxuð ½ tsk. kummin
salt
svartur nýmalaður pipar

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Myndir: Kristinn Magnússon

Deila uppskrift