Grillað lambafile með kryddjurtasalsa og fetaosti

Grillað lambafile
Grillað lambafile með kryddjurtasalsa og fetaosti

Hráefni

Kryddjurtasalsa
 1 ½ hnefafylli myntulauf
 1 ½ hnefafylli steinselja
 ½ hnefafylli basilíkulauf
Grillað lambafile með fetaosti
 3 hvítlauksgeirar, skornir gróft
 ¾ tsk. chili-flögur
 65 ml ólífuolía
 70 g parmesanostur, rifinn fínt
 1 tsk. sítrónubörkur, rifinn fínt
 u.þ.b ½ tsk. sjávarsalt
 u.þ.b. ⅛ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 200 g fetaostur, mulinn niður

Leiðbeiningar

Kryddjurtasalsa
1

Setjið kryddjurtir í matvinnsluvél ásamt hvítlauk og chilí-flögum, maukið þar til myndast hefur gróft mauk. Bætið við ólífuolíu, parmesanosti, sítrónuberki, salti og pipar, maukið þar til allt hefur samlagast vel.

2

Setjið blönduna yfir í skál og hrærið fetaosti saman við. Bragðbætið með salti og pipar og kælið þar til fyrir notkun.

Grillað lambafile með fetaosti
3

Skerið rákir í fituna á kjötinu með beittum hníf en passið að fara ekki inn að kjötinu. Setjið kóríanderfræ og kumminfræ í mortél og steytið gróflega, bætið við kanil, tímían, rósmarín, olíu, 2 tsk. af salti og ½ tsk. af pipar. Maukið saman þar til allt hefur samlagast vel.

4

Setjið kjötið í fat og hellið kryddblöndunni yfir. Látið standa í a.m.k. 30 mín. Einnig er hægt að marinera kjötið yfir nótt inn í kæli en látið standa við stofuhita í 1 klst. fyrir eldun.

5

Hitið grill eða grillpönnu og hafið á miðlungsháum hita. Leggið kjötið á grillið og látið fituna snúa niður. Eldið án þess að hreyfa við kjötinu í 5-6 mín. eða þar til fitan er orðin stökk og hefur fengið á sig góðan lit. Snúið kjötinu við og eldið áfram í u.þ.b. 6-7 mín. eða þar til kjarnhiti kjötsins er 51°C – 54°C.

6

Kjötið mun halda áfram að eldast örlítið, kjarnhitinn hækkar um nokkrar gráður eftir að það hefur verið tekið af grillinu. Takið af hitanum og látið hvíla í a.m.k. 10 mín. áður en það er skorið. Berið fram með kryddjurtasalsa með fetaosti ásamt öðru meðlæti að eigin vali.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​