Kryddjurtakartöflustappa

Þessi gómsæta kartöflustappa er sérlega góð með ýmsum lambakjötsréttum, ekki síst pottréttum í bragðmikilli sósu, svo sem rauðvínssósu eða ólífusósu.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg kartöflur, gjarna stórar bökunarkartöflur
 salt
 50 g smjör
 2 msk. ólífuolía
 3-4 msk. saxaðar kryddjurtir eftir smekk, t.d. steinselja, basilíka og/eða tímían
 nýmalaður pipar
 e.t.v. mjólk eða kartöflusoð

Leiðbeiningar

1

Afhýðið kartöflurnar, skerið þær í stóra bita og sjóðið þær í saltvatni þar til þær eru meyrar. Hellið þá vatninu af þeim og stappið þær með smjörinu og ólífuolíunni. Saxið kryddjurtirnar og blandið þeim saman við. Kryddið með pipar og salti eftir smekk. Ef stappan er of þykk má þynna hana með dálítilli mjólk eða kartöflusoði.

Deila uppskrift