Kryddjurtakartöflur

Kryddjurtakartöflur
Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg kartöflur, soðnar og afhýddar
 nokkrir timjankvistir eða 1 rósmaríngrein (einnig má nota þurrkaðar kryddjurtir)
 2 msk hveiti
 nýmalaður pipar
 salt
 2 msk smjör
 1 msk olía
 hnefafylli af saxaðri steinselju

Leiðbeiningar

1

Ef notaðar eru forsoðnar kartöflur þarf að byrja á að hita þær. Kryddjurtirnar eru síðan saxaðar og þeim blandað saman við hveiti, pipar og salt. Kartöflunum velt upp úr blöndunni. Smjör og olía hitað á stórri pönnu, kartöflurnar settar á pönnuna og þær steiktar við góðan hita þar til þær eru farnar að brúnast. Hrært oft á meðan. Saxaðri steinselju stráð yfir og tekið strax af hitanum.

Deila uppskrift