Kryddjurta- og sinnepshjúpað lambalæri

Haustin eru tími uppskeru og bæði matjurtagarðar og verslanir geyma úrval af gómsætu grænmeti sem er upplagt að bjóða upp á með hreina og heilnæma lambakjötinu okkar.

Gestgjafinn september 2010 úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, helst án lykilbeins
 salt
 nýmalaður pipar
 ½ dl blandaðar kryddjurtir, t.d. basilíka, tímían og rósmarín, smátt
 saxaðar eða helmingi minna af þurrkuðum
 4 msk. Dijon-sinnep
 1 eggjarauða
 2 msk. brauðraspur

Leiðbeiningar

1

Kryddið lambalæri með salti og pipar. Blandið kryddjurtum, Dijonsinnepi og eggjarauðu saman. Stingið nokkur göt ofan í lærið og troðið kryddjurtablöndunni ofan í. Geymið afganginn af blöndunni. Setjið lærið í ofnskúffu og setjið inn í 180°C heitan ofn í 50 mín. Penslið þá því sem eftir er af kryddjurtablöndunni á lærið, stráið brauðraspi yfir og bakið í 10 mín. í viðbót. Berið lærið fram með t.d. kryddjurtasósu, steiktum kartöflum og grænmeti.

2

Kryddjurtasósa:

3

1 laukur, smátt saxaður
1 dl hvítvín
4 dl vatn
2 msk. blandaðar kryddjurtir
4 msk. lambakraftur
sósujafnari
40 g kalt smjör í teningum
salt og pipar

Setjið lauk, hvítvín og 2 dl af vatni í ofnskúffuna þegar 5 mín. eru eftir af steikingartímanum. Hellið soðinu í pott þegar lærið er tilbúið ásamt restinni af vatninu, kryddjurtum og lambakrafti. Hrærið saman og þykkið með sósujafnara. Takið þá pottinn af hellunni og bætið smjöri saman við. Hrærið þar til smjörið hefur bráðnað og smakkið til með salti og pipar

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Guðrún Vaka Helgadóttir

Deila uppskrift