Kryddhjúpaðar lambakótilettur með balsamgljáa

Kryddhjúpaðar lambakótilettur með balsamgljáa
Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambakótilettur
 1 tsk. tímían, þurrkað
 1 tsk. rósmarínlauf, þurrkuð
 1 tsk. basil, þurrkað
 salt
 nýmalaður pipar
 4 + 1 msk. olía
 2 skalotlaukar, smátt saxaðir
 1 dl balsamedik
 1 dl lambasoð eða vatn og lambakraftur
 sósujafnari
 40 g smjör

Leiðbeiningar

1

Blandið saman í skál tímíani, rósmaríni, basil, salti og pipar.

Kryddið kóteletturnar báðum megin og látið standa við stofuhita í 15 mín.

Hitið stóra pönnu og setjið 4 msk. af olíu út á og steikið kóteletturnar í 3-4 mín. báðum megin.

Takið þá kóteletturnar af pönnunni og haldið heitum.

Setjið 1 msk. af olíu á sömu pönnu og kraumið laukinn í 1 mín.

Bætið þá balsamediki á pönnuna ásamt lambasoði og sjóðið niður um ¾.

Þykkið þá soðið örlítið með sósujafnara.

Takið þá pönnuna af hellunni og bætið smjörinu útí.

Hrærið með sleif þar til smjörið hefur bráðnað.

Eftir það má sósan ekki sjóða.

Berið kóteletturnar fram með sósunni og t.d. steiktum kartöflum og grænmeti.

Deila uppskrift