Kryddhjúpað lambafillet með kummin, kanil, chili og óreganó

Lambakjöt er ljúft og á alltaf við og ekki síst núna þegar hitastigið fer lækkandi og fallegu haustlitirnir koma fram til að vitna um dýrðlegt og gjöfult sumarið. Þessi uppskrift er úr haustblaði Gestgjafans 2012 í umsjón Úlfars Friðbjörnssonar matreiðslumeistara.

Pottur og diskur

Hráefni

 tsk. chili-flögur
 ¼ tsk kanilduft
 1 tsk kummin, steytt
 800 g lambafillet, án fitu
 2 msk olía
 2 msk dijon-sinnep
 2 dl grófur raspur
 2 msk óreganó, smátt saxað
 salt

Leiðbeiningar

1

blandið chili, kanil og kummin saman.

Veltið lambafillet upp úr kryddblöndunni og steikið upp úr olíu á vel heitri pönnu í 3 mín. eða þar kjötið er orðið fallega brúnað á öllum hliðum.

Kælið kjötið og penslið með dijon-sinnepi.

Blandið saman raspi og óreganó og veltið kjötinu upp úr raspblöndunni.

Stráið salti yfir, setjið kjötið í ofnskúffu og bakið í 190°C heitum ofni í 4-5 mín.

Berið fram með tómatsalsa og t.d. steiktu grænmeti og kartöflum.

2

Tómatsalsa:

3

1 stór kjöttómatur, eða 2 venjulegir, skorinn í teninga
½ laukur, smátt saxaður
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 msk. óreganó, smátt saxað
1 msk. kóríander, smátt saxað
¾ tsk. kummin
½ tsk. chili-flögur
1 msk. sítrónusafi
¾ tsk. salt
2 msk. ólífuolía

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​