Kryddhjúpað lambafillet með kummin, kanil, chili og óreganó
Lambakjöt er ljúft og á alltaf við og ekki síst núna þegar hitastigið fer lækkandi og fallegu haustlitirnir koma fram til að vitna um dýrðlegt og gjöfult sumarið. Þessi uppskrift er úr haustblaði Gestgjafans 2012 í umsjón Úlfars Friðbjörnssonar matreiðslumeistara.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
blandið chili, kanil og kummin saman.
Veltið lambafillet upp úr kryddblöndunni og steikið upp úr olíu á vel heitri pönnu í 3 mín. eða þar kjötið er orðið fallega brúnað á öllum hliðum.
Kælið kjötið og penslið með dijon-sinnepi.
Blandið saman raspi og óreganó og veltið kjötinu upp úr raspblöndunni.
Stráið salti yfir, setjið kjötið í ofnskúffu og bakið í 190°C heitum ofni í 4-5 mín.
Berið fram með tómatsalsa og t.d. steiktu grænmeti og kartöflum.
Tómatsalsa:
1 stór kjöttómatur, eða 2 venjulegir, skorinn í teninga
½ laukur, smátt saxaður
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 msk. óreganó, smátt saxað
1 msk. kóríander, smátt saxað
¾ tsk. kummin
½ tsk. chili-flögur
1 msk. sítrónusafi
¾ tsk. salt
2 msk. ólífuolía
Setjið allt í skál og blandið vel saman.