Kryddaður lamba pottréttur

með apríkósum og bökuðu blómkáli
Kryddaður lambapottréttur með apríkósum

Hráefni

Kryddaður lamba pottréttur með apríkósum
 600 g lambagúllas
 2 msk. hveiti
 nýmalaður pipar
 salt
 3 msk. ólífuolía
 2 laukar, saxaðir
 2-3 sellerístönglar, saxaðir
 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 1 tsk. kóríanderfræ, möluð
 1 tsk. broddkúmen malað (e. cummin)
 1 tsk. engifer
 1/2 tsk. kanill
 1/4 tsk. chili-pipar, eða eftir smekk
 2 lárviðarlauf
 70 g apríkósur
 vatn
Blómkál
 1 stk. blómkál
 50 gr. mjúkt smjör
 2 msk. ólífuolía
 1 sítróna, skorin í báta
 Sjávarsalt

Leiðbeiningar

Kryddaður lamba pottréttur með apríkósum
1

Veltið kjötinu upp úr hveiti, blönduðu með pipar og salti.

2

Hitið olíuna í þykkbotna potti og brúnið kjötbitana vel á öllum hliðum við góðan hita.

3

Bætið grænmeti og kryddi í pottinn og kraumið 5 mínútur.

4

Bætið apríkósum ásamt svo miklu vatni að tæplega fljóti yfir. Hitið að suðu, soðið rólega í a.m.k 20 mínútur.

5

Smakkið til í lokin og sjóðið e.t.v sósuna niður til að þykkja hana í lokin. Borið fram með bökuðu blómkáli.

Ofnbakað Blómkál
6

Leyfið laufunum að vera á blómkálinu, þau er mjög bragðgóð og engin ástæða til annars en að borða þau. Setjið pott sem rúmar blómkálið og fyllið að ¾ af vatn og slettu af salti, látið suðuna koma upp og setjið blómkálið á hvolfi varlega ofan í.

7

Sjóðið í 5-6 mín og takið varlega upp úr, setjið á sigti og leyfið að kólna í 10 mín.

8

Hitið ofninn í 170°C á blæstri.

9

Setjið blómkálið í eldfast mót, blandið smjöri og olíu saman og smyrjið blómkálið.

10

Bakið í ofni í 40 mín, ausið smjörinu yfir reglulega á meðan og berið fram.

Deila uppskrift