Kryddað lambalæri með sinnepssósu

Hér er góð uppskrift að gómsætu lambalæri með kryddhjúp og sinnepssósu. Uppskriftin frá Úlfari Finnbjörnssyni og birtist í veislublaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri 2,5-3 kg
 salt
 nýmalaður svartur pipar
 Hjúpur:
 1/2 dl grófkorna sinnep
 1 dl rasp
 1 dl estragon, smátt saxað
 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
 2 msk. steinselja, smátt söxuð

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 180°C.

Kryddið lambalærið með salti og pipar og bakið í ofninum í 1 klst.

Takið þá kjötið úr ofninum og penslið með sinnepinu.

Stráið raspi, estragoni, hvítlauk og steinselju yfir og bakið í 10 mín. til viðbótar.


Sinnepssósa:

4 dl lambakjötssoð eða vatn og lambakraftur*
1 dl rjómi
1 laukur, smátt saxaður
1-2 msk. gróft sinnep
1 msk. estragon
1 dl hvítvín, má sleppa
salt
nýmalaður svartur pipar
sósujafnari

Setjið allt nema sósujafnara í pott og hleypið suðunni upp.

Látið sjóða í 3-5 mín.

Þykkið þá soðið með sósujafnara og bragðbætið með salti og pipar.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Gunnar Þór Nilsen

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​