Kryddað lambalæri með sinnepssósu
Hér er góð uppskrift að gómsætu lambalæri með kryddhjúp og sinnepssósu. Uppskriftin frá Úlfari Finnbjörnssyni og birtist í veislublaði Gestgjafans 2007.
- 5-7
Hráefni
1 lambalæri 2,5-3 kg
salt
nýmalaður svartur pipar
Hjúpur:
1/2 dl grófkorna sinnep
1 dl rasp
1 dl estragon, smátt saxað
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
2 msk. steinselja, smátt söxuð
Leiðbeiningar
1
Hitið ofninn í 180°C.
Kryddið lambalærið með salti og pipar og bakið í ofninum í 1 klst.
Takið þá kjötið úr ofninum og penslið með sinnepinu.
Stráið raspi, estragoni, hvítlauk og steinselju yfir og bakið í 10 mín. til viðbótar.
Sinnepssósa:
4 dl lambakjötssoð eða vatn og lambakraftur*
1 dl rjómi
1 laukur, smátt saxaður
1-2 msk. gróft sinnep
1 msk. estragon
1 dl hvítvín, má sleppa
salt
nýmalaður svartur pipar
sósujafnari
Setjið allt nema sósujafnara í pott og hleypið suðunni upp.
Látið sjóða í 3-5 mín.
Þykkið þá soðið með sósujafnara og bragðbætið með salti og pipar.
2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Gunnar Þór Nilsen