Kryddað lambakjötssalat með lárperum
Léttur, nútímalegur og gómsætur lambakjötsréttur á mexíkóskum nótum, réttur sem hentar sérlega vel fyrir ungt fólk sem vill litríkt meðlæti og mikið bragð.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Kryddinu blandað saman og núið vel inn í lambið. Látið standa í hálfa til eina klukkustund. Olían hituð á pönnnu og kjötið saltað svolítið og steikt við góðan hita þar til það er brúnað á öllum hliðum; lengur ef það á að vera steikt í gegn. Tekið af pönnunni, álpappír breiddur yfir og látið standa í nokkrar mínútur. Lárperurnar afhýddar og skornar í litla teninga. Paprikan fræhreinsuð og söxuð. Rauðlaukurinn skorinn í fjórðunga og þeir síðan í þunnar sneiðar. Chilialdinið fræhreinsuð og skorin í örþunnar sneiðar og kóríanderlaufin söxuð. Öllu blandað saman á fati ásamt límónusafa og síðan er kjötið skorið í þunnar sneiðar á ská og sett í hrúgu ofan á. Pipar malaður yfir og skreytt með kóríanderlaufi.
fillet filet fille file