Kótelettur með raspi

Shitake sveppum og nípu
Kótelettur með raspi

Hráefni

Kótelettur
 3 stk kótilettur
 50 g smjör
 30 ml olía
 30 ml soyja sósa
 Salt
 Svartur pipar
Raspur
 Raspur
 30 g smjör
 1 stk hvítlauksgeiri
 Salt
Steiktir shitake sveppir
 50 g shitake
 30 ml olía
 30 g smjör
 Salt
Bökuð nípa
 1 stk nípa
 Salt
 epla edik
Picklaður perlulaukur
 5 stk perlulaukar
 50 g vatn
 50 g sykur
 50 g edik
 3 g salt
Kryddsmjör
 Kryddsmjör
 100 g smjör
 10 g shallot laukur
 1/2 stk hvítlauksgeirar
 1/2 stk sítrónur (börkur)
 1 tsk worchestershire
 1 tsk dijon sinnep
 Steinselja

Leiðbeiningar

Kótelettur
1

Hitaðu pönnuna vel, steikið kótiletturnar i oliu og í ca 1 mínutu á annari hliðinni og snúið þeim á hina hliðina og brúnið einnig í ca 1 mínutu.

2

Setjið smjör á pönnuna og leyfið því að brúnast.

3

Setjið soja sósuna á pönnuna og snúið svo kótilettunni aftur við og saltið og piprið. Þetta ætti að taka ca 3 mínutur í heildina. Geymið smjörið af pönnuni.

Raspur
4

Rífið hvítlaukinn í raspinn og steikið á pönnu upp úr smjörinu þar til hann verður gylltur og fallegur. Smakkið til með salti

Steiktir shitake sveppir
5

Hitið pönnuna vel. Setjið olíuna á pönnuna ásamt sveppunum og steikið. Þegar þeir eru farnir að vera gylltir þá skaltu bæta smjörinu og saltið.

Bökuð nípa
6

nípan er bökuð á 160°c í 40 minutur. Hún er svo skorin eftir endilöngu og krydduð með salti og edik.

Picklaður perlulaukur
7

Perlulaukurinn er skrældur og skorinn í tvennt.

8

Vatn, salt, edik og sykur er sett í pott og hitað að suðu. Sjóðið laukinn í edik leginum þar til að hann er full eldaður.

Kryddsmjör
9

Laukur, hvítlaukur er saxað smátt og sett í skál með smjörinu. Sítrónubörkur er rifinn með rifjárni og bætt í smjörið með sinnepi og worshchestershire sósunni. Smjörið er hrært vel.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​