Kóríanderkryddaðar lambafillet
Sérlega meyrt og gott lambakjöt sem er látið liggja í kryddlegi úr kóríanderlaufi, hunangi, Grand Marnier og fleiru og síðan grillað við góðan hita.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið kjötið í 8-10 bita.
Setjið kóríanderlauf, hunang, sojasósu, Grand Marnier, hvítlauk og pipar í skál og hrærið vel saman.
Setjið kjötið út í og veltið því upp úr leginum. Látið standa í kæli í nokkrar klukkustundir og hrærið í öðru hverju.
Takið það svo úr leginum, saltið það og látið standa við stofuhita á meðan grillið er hitað.
Grillið kjötið við nokkuð góðan hita í 5-8 mínútur á hvorri hlið, eða eftir smekk.
Setjið afganginn af leginum í pott ásamt víninu, hitið að suðu og látið sjóða í nokkrar mínútur.
Smakkið, bragðbætið með pipar og salti eftir þörfum og berið fram með kjötinu. Berið t.d. fram með soðnum hrísgrjónum, blönduðum söxuðu mangóaldini, kasjúhnetum og söxuðum kryddjurtum eftir smekk.