Kóríander-, basilíku- og kumminkryddað lambaprime með stóru K-i

Eitt vinsælasta hráefnið á grillið er án efa íslenska lambakjötið. Það er bragðgott, mátulega feitt og svo er líka auðvelt að grilla það. Það er alltaf hægt að slá í gegn með lambakjöti sama hvert tilefnið er, það á allt-af við og verður alltaf hinn klassíski, íslenski grillmatur. Hér koma nokkrar gómsætar uppskriftir úr þessu frábæra hráefni úr maí tölublaði Gestsgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambaprime
 1 dl olía
 1½ tsk. kóríanderfræ, steytt
 1 tsk. kummin, steytt
 ½ tsk. kanill, steyttur
 1 tsk. nýmalaður pipar
 1 msk. chili-flögur
 2 msk. marjoram, má sleppa
 2 msk. balsamedik

Leiðbeiningar

1

Setjið allt í poka og blandið vel saman. Setjið pokann í skál og geymið í kæli í 12 klst. Strjúkið þá megnið af kryddleginum af kjötinu og grillið á meðalheitu grilli í u.þ.b. 10 mín., snúið kjötinu reglulega á meðan. berið lambið fram með t.d. grilluðu grænmeti, kartöflum og kanil- og kórí-anderkryddaðri bbQ-sósu.

2

Kanil- og kóríander krydduð BBQ-sósa

3

3 dl BBQ-sósa eftir smekk
½ tsk. kanill
2 msk. kóríander, smátt saxað

Setjið allt saman í skál og blandið vel saman.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Guðrún Vaka Helgadóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​