Kofareykt hangikjöt á beini

með gljáðum gulrótum, smjörsteiktu smælki, ertusalati og blaðlauksjafningi
Kofareykt hangikjöt á beini

Hráefni

Hangikjötið
 2 kg hangikjöt á beini
Blaðlauksjafningur
 80 g smjör
  80 g hveiti
  8 dl mjólk
  2 blaðlaukar (hvíti hlutinn)
 Salt
 Pipar
Gljáðar gulrætur
 1 kg gulrætur
  5 dl vatn
  200 g smjör
  50 g sykur
Smjörsteikt kartöflusmælki
  1 kg íslenskt kartöflusmælki
  200g smjör
  2-4 timjan greinar
 2 rósmarín greinar
 Salt
Ertu salat
 300 g grænar ertur, frosnar
  2 shallot laukar litlir
  2 msk olía
  1 sítróna
 Salt

Leiðbeiningar

Hangikjötið
1

Setjið hangikjöt sett í kalt vatn í potti, látið suðunua koma upp og sjóðið við vægan hita í 40 min per kg, ath að kæla kjötið í vatninu!

Blaðlauks jafningur
2

Bræðið smjör í potti, bætið hveiti við og eldið í 2 mín og hrærið vel í á meðan. Mjólk hellt varlega saman við, lítið í einu og hrærið stöðugt. Sjóðið rólega í 15 mínútur og passið að hræra reglulega í pottinum svo brenni ekki við.

3

Skerið blaðlauk í fínar sneiðar og leggið í skál með vatni. Takið úr vatninu, bætið í pottinn og sjóðið í 10 mín. Smakkið til með salti og pipar.

Gljáðar gulrætur
4

Flysjið og skerið gulrætur í munn bita stærð. Setjið allt hráefnið í pott og lok yfir. Sjóðið í um 15 mín eða þar til gulræturnar eru mjúkar.

Smjörsteikt kartöflusmælki
5

Sjóðið kartöflur þar til verða mjúkar, sigtið vatnið frá. Pillið laufin af timjan greinunum.Bræðið smjör í pönnu og bætið kartöflum við ásamt timjan laufum og rósmarín greinum.

6

Steikið á meðalhita í nokkrar mín eða þar til kartöflurnar brúnast. Saltið og berið fram.

Ertu salat
7

Skerið shallottulauk í fínar sneiðar og mýkið í ögn af olíu á pönnu, bætið frosnum ertum við og eldið í 3-5 mín. Smakkið til með rifnum berki af einni sítrónu, salti og sítrónusafa.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​