Kjötsúpa með haust grænmeti

fögnum hausti með íslenskri kjötsúpu
Kjötsúpa, haust grænmeti HH

Hráefni

  1 kg súpukjöt
 2,5 l vatn
  50 gr perlubygg
  6 stk nýjar kartöflur
  6 stk gulrætur
  1/2 haus toppkál
 1 laukur
 ½ blaðlaukur
 3 stönglar sellerí
 1 hvítlauksrif
  2 blöð grænkál
  Íslenskt sjávarsalt
 Pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að skola lambakjötið vel og nuddið af beinasag sem stundum er fast við, setjið síðan í rúman pott og hellið vatninu yfir, stillið á miðlungshita og bíðið eftir suðu

2

Á meðan að suðan er að koma upp er grænmetið skorið, skerið nýjar kartöflur og gulrætur í hæfilega munnbita. Pillið blöðin af selleríinu og saxið í fína strimla og geymið til hliðar í skál. Skerið sellerí stönglana svo í grófa bita. Saxið hvítlauk fínt og lauk, blaðlauk, grænkál og toppkál í grófa bita.

3

Þegar suðan er komin upp og hefur soðið í nokkrar mínútur, fleytið þá froðuna sem kemur á yfirborðið af. Saltið og sjóðið í 20 mínútur og bætið við kartöflum, perlubyggi, hvítlauk, lauk, sellerí stönglum og gulrótum. Sjóðið í 30 mín.

4

Bætið grænkáli, toppkáli og blaðlauk við og sjóðið í 10 mínútur þar til grænmetið er eldað í gegn. Smakkið súpuna til með salti og pipar og stráið í lokin sellerí blöðum yfir áður en þið berið súpuna fram.

Deila uppskrift