Kjötkássa

Kjötkássa sést ekki eins oft á borðum nú og áður fyrr en þetta er þó mjög góð aðferð til að nýta afganga af kjöti, ekki síst ef um er að ræða kjöt sem er svolítið seigt. Kássuna má krydda að vild en það er best að nota nokkuð mikinn pipar.

Pottur og diskur

Hráefni

 4 – 500 g lambakjöt, soðið eða steikt (gjarna saltkjöt)
 1 laukur, skorinn í bita
 4-500 g kartöflur, soðnar og afhýddar
 2 msk smjör eða smjörlíki
 3 msk hveiti
 1 bolli kjötsoð eða mjólk
 nýmalaður pipar
 salt (ef ekki er notað saltkjöt)
 sósulitur, ef vill

Leiðbeiningar

1

Kjötið og laukurinn hakkað saman og kartöflurnar skornar í bita. Smjörið brætt í potti, hveitinu hrært saman við og látið krauma í 2-3 mínútur við fremur vægan hita. Soðinu hrært saman við smátt og smátt og sósan bökuð upp; hún á að vera þykk. Hakkinu og kartöflunum hrært saman við, kryddað og látið malla í nokkrar mínútur.
Einnig má sleppa því að setja kartöflur út í kássuna en búa þess í stað til kartöflustöppu og sprauta henni í kringum kássuna á fatinu eða bera hana fram með. Gott er að nota saltkjöt í kjötkássu í staðinn fyrir nýtt kjöt. Oft er annar laukur saxaður og látinn krauma í smjörinu nokkra stund, áður en sósan er bökuð upp.

Deila uppskrift