Kjöt í karrí

á gamla mátann
kjöt í karrý á gamla mátann

Hráefni

 1 kg súpukjöt, framhryggur eða annað lambakjöt á beini
 1 l vatn
 2 lárviðarlauf
 pipar
 salt
 4-5 gulrætur
 1 laukur
 30g smjör
 2-3 tsk. Karríduft
 2.5 msk. Hveiti

Leiðbeiningar

1

Skolið kjötið vel og setjið í pott. Hellið köldu vatni yfir og hitið að suðu og fleytið froðunni ofan af.

2

Bætið við lárviðarlaufi, pipar og salti í pottinn og látið sjóða við vægan hita í 25 mínútur.

3

Skerið gulrætur og lauk og setjið út í. Látið sjóða í 25 mínútur í viðbót.

4

Takið kjötið og gulrætur upp úr og haldið því heitu.

5

Bræddu smjörið í öðrum potti. Stráið karríduftinu yfir, hrærið og látið krauma í 1/2 mínútu.

6

Stráið hveitinu yfir og hrærið þar til það hefur samlagast smjörinu.

7

Hellið soði saman við smátt og smátt þar til sósan er hæfilega þykk og hrærið stöðugt á meðan.

8

Látið sósuna sjóða í 5-10 mínútur og bætið örlítið af rjóma eða mjólk saman við eftir smekk og smakkið til.

9

Berið fram með hrísgrjónum eða kartöflum.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​