Kjöt í karrí

á gamla mátann
kjöt í karrý á gamla mátann

Hráefni

 1 kg súpukjöt, framhryggur eða annað lambakjöt á beini
 1 l vatn
 2 lárviðarlauf
 pipar
 salt
 4-5 gulrætur
 1 laukur
 30g smjör
 2-3 tsk. Karríduft
 2.5 msk. Hveiti

Leiðbeiningar

1

Skolið kjötið vel og setjið í pott. Hellið köldu vatni yfir og hitið að suðu og fleytið froðunni ofan af.

2

Bætið við lárviðarlaufi, pipar og salti í pottinn og látið sjóða við vægan hita í 25 mínútur.

3

Skerið gulrætur og lauk og setjið út í. Látið sjóða í 25 mínútur í viðbót.

4

Takið kjötið og gulrætur upp úr og haldið því heitu.

5

Bræddu smjörið í öðrum potti. Stráið karríduftinu yfir, hrærið og látið krauma í 1/2 mínútu.

6

Stráið hveitinu yfir og hrærið þar til það hefur samlagast smjörinu.

7

Hellið soði saman við smátt og smátt þar til sósan er hæfilega þykk og hrærið stöðugt á meðan.

8

Látið sósuna sjóða í 5-10 mínútur og bætið örlítið af rjóma eða mjólk saman við eftir smekk og smakkið til.

9

Berið fram með hrísgrjónum eða kartöflum.

Deila uppskrift