Kartöflustappa með sætum kartöflum og rósmaríni

Kartöflustappa með sætum kartöflum og rósmaríni
Pottur og diskur

Hráefni

 600 g bökunarkartöflur
 400 g sætar kartöflur
 salt
 50 g smjör
 2 tsk. ferskt rósmarín, saxað smátt
 1/4 tsk. engifer (duft)
 nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Kartöflurnar og sætu kartöflurnar afhýddar, skornar í fremur stóra bita og soðnar í saltvatni þar til þær eru meyrar. Vatninu hellt af þeim og þær látnar standa í opnum potti í 1-2 mínútur til að allur vökvi gufi upp. Smjörið sett út í og stappað saman við. Kryddað með rósmaríni, engifer, pipar og salti og hrært rösklega.

Deila uppskrift