Kartöflustappa með hvítlauk og steinselju

Kartöflustappa með hvítlauk og steinselju
table with empty plate, a knife and fork onto a napkin and a small bowl with salt in it

Hráefni

 1 kg bökunarkartöflur
 salt
 1 hvítlaukur
 6 msk. ólífuolía
 gróft salt
 nýmalaður pipar
 1/2 knippi steinselja

Leiðbeiningar

1

Ofninn hitaður í 200°C. Ysta hýðið tekið af hvítlauknum en geirarnir ekki losaðir í sundur. Laukurinn settur í litla, eldfasta skál eða búið til bolla úr álpappír. 2 msk. af ólífuolíu hellt yfir og salti stráð yfir laukinn. Bakaður í 25-30 mínútur, eða þar til laukurinn er meyr. Á meðan eru kartöflurnar afhýddar, skornar í fremur stóra bita og soðnar í saltvatni þar til þær eru meyrar. Vatninu hellt af þeim og þær látnar standa í opnum potti í 1-2 mínútur til að allur vökvi gufi upp. Hvítlauksgeirarnir losaðir í sundur og hver um sig kreistur úr hýðinu. Kartöflurnar eru síðan stappaðar með hvítlauknum og ólífuolíunni (líka olíunni sem hvítlaukurinn var bakaður í). Kryddað með pipar og salti eftir smekk og hrært rösklega með sleif. Steinseljan söxuð smátt og hrært saman við.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​