Karríkryddsmjör

Þetta karríkryddaða smjör, sem hentar vel með grilluðum lambakótilettum eða t.d. framhryggjarsneiðum, er nokkuð mildilega kryddað en auðvitað má nota meira karrí eftir smekk.

Pottur og diskur

Hráefni

 200 g smjör, lint
 1 msk sítrónusafi
 1 tsk karríduft
 1 tsk mangó-chutney (eða eftir smekk)
 1 tsk salt

Leiðbeiningar

1

Allt sett í matvinnsluvél eða hrærivél og þeytt vel saman. Álpappírsörk lögð á borð, smjörið sett í lengju á miðjuna, pappírnum vafið í þéttan sívalning utan um, og lengjan fryst eða kæld vel áður en hún er skorin í sneiðar.

Deila uppskrift