Karrí-lambapottréttur

Lambakjöt er ljúfmeti! Þessi uppskrift birtist í vorblaði Gestgjafans 2013 í umsjón Hönnu Ingibjargar Arnarsdóttur. 

Pottur og diskur

Hráefni

 700 g innanlæri, snyrt og skorið í strimla
 6 msk. olía
 1 rauðlaukur, saxaður
 2 msk. rautt karrímauk (red curry paste)
 1 tsk. kummin
 ½ laukur, saxaður
 2 msk. fersk engiferrót, skorin smátt 4 hvítlauksgeirar, smátt skornir
 1 ½ dós kókósmjólk
 1 kúrbítur, skorinn í teninga
 1 rauð paprika, skorin í strimla
 1 msk. mangómauk (chuteny)
 salt og svartur nýmalaður pipar kóríander

Leiðbeiningar

1

Setjið kjötið í skál, ásamt 3 msk. af olíunni, rauðlauk, karrímauki og kummin. Blandið öllu vel saman, setjið filmuplast yfir og geymið í kæliskáp í a.m.k. tvær klukkustundir eða yfir nótt.

2

Hitið 2 msk. af olíu í stórum potti og steikið laukinn í nokkrar mínútur og bætið engifer saman við og síðan hvítlauknum, laukblandan á að brúnast svolítið en ekki brenna.

3

Hellið lauknum á disk og bætið restinni af olíunni í pottinn, kryddið kjötið með pipar og salti og steikið vel þannig að það brúnist á öllum hliðum. Hellið laukblöndunni saman við ásamt kókósmjólkinni og látið malla í u.þ.b. 30 mínútur.

4

Setjið kúrbítinn saman við og sjóðið áfram í u.þ.b. 20 mínútur, bætið þá paprikunni út í og sjóðið í 10 mínútur til viðbótar. Bætið mangómaukinu saman við og bragðbætið eftir smekk.

5

Berið fram með kardimommuhrísgrjónum, mangómauki og ferskum kóríander.

6

Kardimommuhrísgrjón:

7

300 g gæðahrísgrjón
5 dl vatn
5-6 kardimommur, steyttar
1 msk. olía salt

8

Hitið olíuna í potti og látið kardimommurnar saman við, þegar þær eru farnar að ilma setjið þá hrísgrjónin saman við og hellið vatninu yfir, kryddið með smásalti. Látið lokið á og látið suðuna koma upp, lækkið þá hitann vel niður og látið malla í u.þ.b. 10 mínútur, takið af hitanum og látið standa í aðrar 10 mínútur.

9
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Myndir: Kristinn Magnússon

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​