Kappklæddar lambalundir í kúskús og parmaskinku

Kappklæddar lambalundir í kúskús og parmaskinku
Pottur og diskur

Hráefni

 12 lambalundir
 salt og nýmalaður pipar
 2 msk. olía
 2 dl kúskús
 2 dl sjóðandi vatn
 1 krukka grilluð paprika, skoriní bita
 2-3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 3 msk. mynta, smátt söxuð
 3 msk. kóríander, smátt saxað
 12 sneiðar parmaskinka
 4 arkir álpappír, 20×40 cm
 
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Guðrún Hrund

Leiðbeiningar

1

Kryddið lambalundir með salti ogpipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í u.þ.b. 3-4 mín. eða þar til lundirnar verða fallega brúnaðar á öllum hliðum.

Takið þá lundirnar af pönnunni og kælið. Setjið kúskús í skál og hellið sjóðandi vatni yfir. Blandið vel saman.

Setjið lok yfir skálina og látið standa í 3 mín.

Blandið grillaðri papriku saman við kúskúsið ásamt hvítlauk, myntu, kóríander, salti ogpipar.

Blandið vel saman. Leggið 2 sneiðar af parmaskinku langsum á álpappír og eina þversum.

Setjið 2 msk af kúskúsi ofan á skinkuna ogdreifið úr því þannig að það passiundir 2 lundir.

Leggið 2 lundir á kúskúsið, dreifið 1 msk. af kúskúsi yfir og leggið síðan þriðju lundina ofan á.

Hyljið lundirnar með kúskúsi og vefjið skinkunni utan um.

Vefjið síðan álpappírnum þétt utan um lundirnar.

Bakið í 150°C heitum ofni í 10-12 mín.

Beriðfram með salati og kartöflum.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​