Jólaforréttur

hangikjöt með mandarínum, möndlum og gráðaosti
Carpaccio, hangikjöt

Hráefni

 Reykt hangilæri á beini, vel reykt og hangið
  Ristaðar möndlur
  Mandarínur, skrældar og skornar smátt
  Gráðaostur
  Graslaukur, saxaður
  Fljótandi hunang

Leiðbeiningar

Raðað á diska
1

Veljið hangilæri á beini sem er vel hangið og reykt.

2

Sneiðið af hráu lærinu eins þunnar sneiðar og þið getið og leggið á diska.

3

Setjið möndlur, mandarínur og graslauk yfir. Setjið nokkrar klípur af gráðaosti á hvern disk og síðast ögn af hunangi.

Deila uppskrift