Íslensk kjötsúpa II

Tilbrigði við hefðbundna íslenska kjötsúpu. Hér er t.d. notuð paprika og í staðinn fyrir súpujurtir kemur skessujurt, sem margir eiga úti í garði. Laukurinn er soðinn heill í súpunni en ekki saxaður.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg súpukjöt, mesta fitan skorin af
 4 meðalstórir laukar, afhýddir en heilir
 1 dl hrísgrjón
 4 gulrætur, meðalstórar, skornar í sneiðar
 2-3 msk skessujurt, söxuð
 0.5 græn paprika, fræhreinsuð og söxuð
 0.5 hvítkálshöfuð, skorið í bita
 2 l vatn
 nýmalaður pipar
 salt
 2 teningar lambakjötskraftur, eða eftir smekk
 500 g gulrófur, afhýddar og skornar í stóra bita
 5 kartöflur, meðalstórar, afhýddar

Leiðbeiningar

1

Kartöflur og laukur sett í pott, hrísgrjónum dreift yfir og síðan gulrætur, skessujurt og hvítkál. Kryddað með kjötkrafti, pipar og salti, vatninu hellt yfir og suðan látin koma upp. Látið malla við vægan hita í um 50 mínútur og froða fleytt ofan af eftir þörfum. Á meðan eru rófur og kartöflur soðnar sér í potti og bornar fram með, eða settar út í súpuna þegar hún er tilbúin.

Deila uppskrift