Ofnsteikt innralæri

Með gulróta- og fennel salati, brúnuðum kartöflum og bökuðu grænmeti.
innralæri með gulróta og fennelsalati

Hráefni

Kjötið
 2 stk. innralæri
 Ólifuolía
 1/2 tsk. fennel fræ
 1/2 tsk. dill fræ
 1 stk. kanil stöng
 Salt og pipar
Ofnbakað grænmeti
 4 stk. gulrætur
 2 stk. nípur
 4-6 stk. shallot eða perlulaukur
 200 gr. Flúðasveppir
 500 ml. lambasoð eða vatn
 Ólifuolía
 Salt og pipar
 5-6 greinar garðablóðberg
 1 heill hvítlaukur skorinn í tvennt
Sósan
 100 gr. hveiti
 100 gr. smjör
 100 ml. rjómi
 2 msk. rifsberjahlaup
 Salt og pipar
Gulróta og fennel salat
 3 stk. gulrætur, skrældar
 1 stk. fennel
 1 stk. grænt epli
 1 stk. appelsína
 1/2 búnt dill
 20 ml. góð ólifuolía
 10 ml. sítrónusafi salt
Sykurbrúnaðar kartöflur
 1 kg. soðnar kartöflur, flysjaðar
 1 dl. sykur eða hrásykur
 50 gr. smjör
 25 gr. rjómi

Leiðbeiningar

Kjötið
1

Byrjið á því nudda kjötið með ólífuolíu, þvi næst er það kryddað vel með fennelfræjum, dillfræjum, kanil, salti og pipar og nuddið kryddunum vel í kjötið.

2

Gulrætur, nípa, laukur og sveppir eru settr í ofnskúffu með ólifuoliu, síðan kryddað með salti og pipar, blóðbergi og hvítlaukur settur með.

3

Setjiði innralærið á sjóðandi heita pönnu og steikið það í tvær mínútur á hvorri hlið eða þar til kjötið hefur lokast og náð góðum brúnum lit.

4

Því næst er kjötið sett í ofnskúffu ofan á beð af rótargrænmeti og lambasoði hellt í ofnskúffuna.

5

Setjið kjötið inn í 120 gráðu heitan, forhitaðan ofn og bakið þar til kjarnhitinn er kominn í 58-60 gráður, eða í um 40 mínútur. Þegar innralærið er tilbúið, látið hvíla í 15 mínútur og færið þið yfir á fat eða fallegan disk ásamt rótagrænmetinu.

Sósan
6

Hellið vökvanum af lærinu í pott í gegnum sigti og hitið uppá.

7

Gerið smjörbollu úr hveiti og smjöri, bætið henni útí smá í einu eða þar til sósan er orðinn hæfilega þykk.

8

Setjið rjómann og rifsberinn útí og smakkið til með salti og pipar þar til sósan er klár.

Gulróta og fennel salat
9

Gulrætur, fennel og epli eru skorin þunnt í mandólíni eða með grænmetisskrælara og sett í skál.

10

Appelsínan er skræld og skorin í báta, siðan er henni bætt út í skálina ásamt dilli og svo er allt saman smakkað til með ólífuolíu, sítrónusafa og salti.

Sykurbrúnaðar kartöflur
11

Brúnið sykur á pönnu (fylgist vel með svo sykurinn brenni ekki).

12

Bætið við smjöri og blandið með sleif.

13

Bætið rjóma út í og hrærið þar til allt hefur sameinast.

14

Bætið kartöflunum í og látið krauma við vægan hita þar til kartöflurnar eru vel hjúpaðar.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​