Indverskur lambakarríréttur

Gómsætur indverskur karríréttur, kryddaður að norður-indverskum hætti - ekki of sterkur en það má þó vel hafa hann sterkari eða mildari eftir smekk.

Pottur og diskur

Hráefni

 7- 800 g lambakjöt, bein- og fituhreinsað
 3 laukar, saxaðir
 3 – 4 hvítlauksgeirar, saxaðir
 4 – 5 cm bútur af engifer, saxaður
 1 msk karríduft, gjarna Madras
 2 tsk garam masala
 1 tsk kardimommur, malaðar
 1 tsk kanill
 0.5 tsk chilipipar, eða eftir smekk
 50 g smjör
 300 ml hrein jógúrt
 0.5 l vatn
 2 kjúklingakraftteningar
 2 msk tómatþykkni (paste)
 sítrónusafi
 e.t.v. pipar og salt

Leiðbeiningar

1

Skerið kjötið í gúllasbita. Setjið lauk, hvítlauk, engifer og krydd í matvinnsluvél eða blandara og látið ganga þar til allt er orðið að mauki. Bræðið smjörið á stórri pönnu og brúnið kjötið vel. Takið það upp og setjð á disk. Setjið kryddaða laukmaukið á pönnuna og látið það krauma við meðalhita í nokkrar mínútur. Hrærið oft á meðan. Hrærið svo jógúrt, vatni, teningum og tómatþykkni saman við, setjið kjötið aftur út í, leggið lok yfir og látið malla í um hálftíma. Takið þá lokið af og sjóðið í hálftíma í viðbót, eða þar til kjötið er meyrt og sósan hefur þykknað. Smakkið til með nýkreistum sítrónusafa og e.t.v. pipar og salti.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​