Indverskt lambalæri að hætti Yesmine Olsson

Úr bókinni Framandi og freistandi – létt & litrík matreiðsla eftir Yesmine Olsson

Pottur og diskur

Hráefni

 2.5 kg lambalæri eða 6-800gr lambakjöt í bitum ( heilt úrbeinað læri, hægt að láta úrbeina fyrir sig í kjötborðum).
 Best er að marinera kjötið og láta standa í ísskáp í 1-2 daga.
 Blanda 1
 5 kardimommur
 10 negulnaglar
 5 cm löng kanelstöng
 1 tsk túrmerik
 1 tsk chilikrydd
 2 tsk cumin
 2 stórir laukar skornir í fernt
 5 hvítlauksrif
 1-2 grænir chili (með eða án fræja)
 5 cm af ferskri engiferrót afhýdd skorin gróft
 Safi af 1 sítrónum
 Maldon salt eftir smek .
 Blanda 2
 2 msk hrein jogúrt
 1 msk hunang
 1 msk pistasíu hnetur
 1 msk rúsínur

Leiðbeiningar

1
2
 • Hreinsið lærið og skerið nokkra djúpa skurði þversum í það með beittum hníf eða skerið kjötið niður í grófa bita.
 • 3
 • Takið til kryddin á disk
 • 4
 • Þurrristið Kardimommur, negulnagla, kanil og cuminfræ, eina tegund í einu.
 • 5
 • Myljið hvert krydd fyrir sig í mortéli til að ná fram sem mestu bragði.
 • 6
 • Undirbúið restina af hráefninu í blöndu 1.
 • 7
  8

  Setjð blöndu 1 í blandara og maukið. Nuddið maukinu vel í kjötið og látið marenerast í kæli amk yfir nótt.

  Samdægurs:
  Takið kjötið úr kælinum og látið það ná stofuhita.
  Setjið blöndu 2 í blandara og maukið.
  Hitið ofninn í 180 °C. Setjið lærið í steikingarskúffu og hyljið vel með blöndu 2.
  Setjið álpappír yfir lærið, steikið í 1 ½ – 2 tíma.
  Takið álpappírinn af og steikið áfram í 10-15 mín eða þar til kryddmaukið er orðið stökkt og gullinbrúnt.
  Ef við notum kjötbita þá er best að hreinsa mareneringuna af bitunum og snöggsteikja kjötið á pönnu og síðan setja það í eldfastmót og hylja með blöndu 2. Sett í ofninn og steikt áfram í 15-20 mín.

  Deila uppskrift