Indverskar lambagrillsneiðar

Í þennan norður-indverska grillrétt er ekki notað neitt sterkt krydd og hann ætti því að henta fyrir þá sem ekki eru hrifnir af sterkkrydduðum mat en vilja engu að síður njóta indverskrar matargerðar.

Pottur og diskur

Hráefni

 4 lambalærissneiðar, fremur þykkt skornar
 200 ml (1 lítil dós) hreint skyr eða jógúrt
 1 laukur, saxaður smátt
 2 msk ólífuolía
 rifinn börkur og safi úr 1 sítrónu
 1 tsk kummin (cumin), steytt
 0.5 tsk kardimommur, steyttar (má sleppa)
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Kjötið e.t.v. fitusnyrt dálítið og sett á fat. Allt hitt nema saltið hrært saman og hellt yfir kjötið. Látið standa í kæli í nokkrar klukkustundir og snúið öðru hverju. Grillið hitað. Kjötið tekið úr leginum og hann strokinn af því. Saltað og grillað í 3-5 mínútur á hvorri hlið á meðalheitu grilli. Borið fram t.d. með grilluðum appelsínusneiðum eða grilluðum ananas.

Deila uppskrift