Indverskar kjötbollur með sítrónu og cumin

Yesmine Olsson matreiðir Framandi & freistandi uppskriftir í matreiðsluþáttum sínum á RÚV. Hérna er ein ljúffeng af heimasíðunni www.yesmine.is

Pottur og diskur

Hráefni

 500 kg lamba- eða nautahakk
 25 g mynta, fínt söxuð
 3 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
 1 grænn chili, með eða án fræja, fínt skorinn
 2 stórir vorlaukar, fínt saxaðir
 börkur og safi úr 1 sítrónu
 2-3 tsk cumin-krydd í mortéli eða 2 tsk cumin mulið
 5 svört piparkorn í mortéli eða 1 tsk svartur pipar mulinn
 2 msk mango-chutney
 1 egg
 1 msk olía
 ½ tsk salt

Leiðbeiningar

1

Undirbúið allt hráefni.

Setjið hakkið í skál og bætið hráefnunum við ásamt olíu.

Blandið vel saman og látið inn í ísskáp í smástund.

Búið til bollur og steikið á pönnu í u.þ.b. 12 – 15 mínútur eða þangað til bollurnar fá flottan lit.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​