Indverskar kjötbollur með sítrónu og cumin

Yesmine Olsson matreiðir Framandi & freistandi uppskriftir í matreiðsluþáttum sínum á RÚV. Hérna er ein ljúffeng af heimasíðunni www.yesmine.is

Pottur og diskur

Hráefni

 500 kg lamba- eða nautahakk
 25 g mynta, fínt söxuð
 3 hvítlauksgeirar, fínt saxaðir
 1 grænn chili, með eða án fræja, fínt skorinn
 2 stórir vorlaukar, fínt saxaðir
 börkur og safi úr 1 sítrónu
 2-3 tsk cumin-krydd í mortéli eða 2 tsk cumin mulið
 5 svört piparkorn í mortéli eða 1 tsk svartur pipar mulinn
 2 msk mango-chutney
 1 egg
 1 msk olía
 ½ tsk salt

Leiðbeiningar

1

Undirbúið allt hráefni.

Setjið hakkið í skál og bætið hráefnunum við ásamt olíu.

Blandið vel saman og látið inn í ísskáp í smástund.

Búið til bollur og steikið á pönnu í u.þ.b. 12 – 15 mínútur eða þangað til bollurnar fá flottan lit.

Deila uppskrift