Indversk grillspjót
með lamba medalíum, perlubygg-sveppasalati með jógúrtsósu
- 30 mín
- 2

Hráefni
Indversk grillspjót með lamba medalíum
200 gr lambamedalíur
1 rauðlaukur
1 msk garama masala
1 msk cumin
1 msk kóriander duft
½ tsk chilli duft
2 msk ólívu olía
1 cm ferskt engifer rifið
2 hvítlauksgeirar rifið
Sveppa og perlubyggssalat
100 gr perlubygg
500 ml vatn
1 shallot laukur
100 g sveppir
3 msk ólífu olía
Myntu raita sósa
1 gúrka, skræld og rifin niður
200 ml grísk jógúrt
2 msk fersk mynta, skorin smátt
1 tsk cumin
Smá cayenne pipar
Leiðbeiningar
Indversk grillspjót með lamba medalíum
1
Legðu tréspjót í vatn.
2
Blandaðu saman kryddi, hvítlauk, engifer og olíu í skál. Bættu kjötinu út í og láttu marinerast í 20 mínútur.
3
Skerið rauðlaukinn niður í bita og setjið á spjótin ásamt kjötinu.
4
Grillaðu spjótin á miðlungshita í rúmlega 6 mínútur, 3 á hvorri hlið.
Sveppa og perlubyggssalat
5
Settu perlubygg og vatn í pott og láttu malla á lágum hita í 30 mínútur.
6
Sigtaðu vatnið frá ef eitthvað er eftir.
7
Skerðu shallot lauk og sveppi í bita og steiktu á pönnu í 3-4 mínútur.
8
Bættu perlu bygginu við og kryddaðu með salt og pipar eftir smekk.
Myntu raita sósa
9
Vefðu rifinni gúrku inn í viskustykki og kreistu úr henni vatnið.
10
Blandið öllum innihaldsefnunum saman og kryddið með salt og pipar.
11
Geymið í ísskáp þar til rétturinn er borinn fram.
Deila uppskrift
Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest