Indversk ananas-raita

Raita er köld, indversk ídýfa eða meðlæti sem gjarna er borin fram með mikið krydduðum réttum. Oftast er raita gerð úr jógúrt eða ferskosti en skyr hentar líka mjög vel.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lítil dós ananaskurl
 1 lítil dós hreint KEA-skyr
 1 tsk garam masala (eða mild karrísósa eftir smekk)
 2 msk ferskt mintulauf, saxað (má sleppa)
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Safinn látinn renna vel af ananasinum og síðan er allt hrært vel saman. Borið fram t.d. með sterkkrydduðum grilluðum kótelettum eða öðru vel krydduðu kjöti.

Deila uppskrift