Hvítlaukskryddlögur II

Einfaldur hvítlauks- og kryddjurtalögur sem hægt er að nota til að marinera lambakjöt fyrir grill- eða ofnsteikingu en mætti einnig nota sem sósu með grilluðu kjöti.

Pottur og diskur

Hráefni

 6 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 1 dl steinselja, söxuð
 1 msk pestósósa
 6 msk ólífuolía
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Allt þeytt vel saman, gjarna í matvinnsluvél eða blandara. Kjötið látið liggja í leginum í a.m.k. hálftíma.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​