Hvítlaukskryddlögur I

Góður kryddjurtabættur hvítlaukskryddlögur sem má nota á allt lambakjöt, jafnt læri og hrygg sem minni bita. Nota má aðrar kryddjurtir í löginn, svo sem mintu, basilíku, salvíu og graslauk eða vorlauk.

Pottur og diskur

Hráefni

 6 msk ólífuolía
 3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt eða pressaðir
 nýkreistur safi úr 1 sítrónu
 1 tsk ferskt rósmarín, saxað smátt
 0.5 tsk timjan, þurrkað
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Allt hrært vel saman.

Deila uppskrift