Hunangs- og kryddhjúpaður lambahryggur

Hunangs- og kryddhjúpaður lambahryggur
Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambahryggur
 salt og nýmalaður pipar
 2 msk. raspur

Leiðbeiningar

1

Kryddið lambahrygg með salti og pipar og setjið í 180°C heitan ofn í 45 mín. Takið þá hrygginn úr ofninum, penslið hann með hunangskryddhjúpnum og stráið raspi yfir. Bakið í 10 mín. til viðbótar. Berið hrygginn fram með lambasósunni og t.d. blönduðu grænmeti og steiktum kartöflum.

2

Hunangs- og kryddhjúpur:

3

1 msk. ljóst edik
2 msk. hunang
1 msk. grófkorna sinnep
1 tsk. rósmarínnálar
1 tsk. tímíanlauf
1 tsk. basilíka
1 tsk. óreganó
2 msk. steinselja, smátt söxuð

Setjið allt í skál og blandið vel saman.

4

Lambasósa:

5

3 dl vatn
1 dl hvítvín
sósujafnari
1 msk. lambakraftur
salt og nýmalaður pipar

6

Hellið vatni og hvítvíni í ofnskúffuna með lambinu og látið standa í 5 mín. Hellið þá úr ofnskúffunni í pott og þykkið með sósujafnara. Smakkið til með lambakrafti og salti og pipar.

7
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​