Hunangs- og kryddhjúpaður lambahryggur
Hunangs- og kryddhjúpaður lambahryggur
- 4-6
Hráefni
1 lambahryggur
salt og nýmalaður pipar
2 msk. raspur
Leiðbeiningar
1
Kryddið lambahrygg með salti og pipar og setjið í 180°C heitan ofn í 45 mín. Takið þá hrygginn úr ofninum, penslið hann með hunangskryddhjúpnum og stráið raspi yfir. Bakið í 10 mín. til viðbótar. Berið hrygginn fram með lambasósunni og t.d. blönduðu grænmeti og steiktum kartöflum.
2
Hunangs- og kryddhjúpur:
3
1 msk. ljóst edik
2 msk. hunang
1 msk. grófkorna sinnep
1 tsk. rósmarínnálar
1 tsk. tímíanlauf
1 tsk. basilíka
1 tsk. óreganó
2 msk. steinselja, smátt söxuð
Setjið allt í skál og blandið vel saman.
4
Lambasósa:
5
3 dl vatn
1 dl hvítvín
sósujafnari
1 msk. lambakraftur
salt og nýmalaður pipar
6
Hellið vatni og hvítvíni í ofnskúffuna með lambinu og látið standa í 5 mín. Hellið þá úr ofnskúffunni í pott og þykkið með sósujafnara. Smakkið til með lambakrafti og salti og pipar.
7
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir