Hryggvöðvi með sveppa- og bláberjasósu

Sérlega góður lambakjötsréttur sem hentar í hvaða veislu sem er, til dæmis á jóla- eða páskaborðið.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambahryggvöðvi (file), með fiturönd
 nýmalaður pipar
 1 tsk próvensölsk kryddjurtablanda (herbes de provence)
 nokkrar ferskar timjangreinar
 3 msk ólífuolía
 15 g þurrkaðir villisveppir
 1 bolli sjóðandi vatn
 salt
 1 msk smjör
 3-4 skalottlaukar, saxaðir
 0.5 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
 200 ml kjötsoð
 100 ml púrtvín

Leiðbeiningar

1

Kjötið skorið í bita, 8-10 sm langa, og kryddað með pipar og 1/2 tsk af kryddjurtablöndunni, timjangreinum vafið um kjötið það lagt á fat og 2 msk af olíunni ýrt yfir. Látið liggja í hálftíma og snúið einu sinni. Sveppirnir settir í skál, heitu vatni hellt yfir og látið standa í hálftíma. Ofninn hitaður í 220 gráður. Smjörið brætt í potti og skalottlaukurinn og hvítlaukurinn látinn krauma við meðalhita þar til hann er meyr en þá er sveppunum og vatninu af þeim hellt saman við og látið sjóða rösklega niður. Afgangurinn af olíunni hitaður vel á þykkbotna pönnu, þar til nærri er farið að rjúka úr henni. Þá er kjötið saltað, sett á pönnuna með fituhliðina niður og steikt við háan hita í um 2 mínútur. Snúið og síðan er pönnunni stungið beint í ofninn í 6-8 mínútur. Soði og púrtvíni hellt út í sósuna og látið sjóða rösklega í 5 mínútur. Smakkað til með pipar og salti. Kjötið sett á hitað fat og sósunni hellt í kring eða hún borin fram með.

2

fillet filet fille file

Deila uppskrift