Hrátt hangikjöt með klettasalati í rjómaosti

Lambakjöt er hátíðamatur og hægt að bera fram á ýmsa vegu.  Uppskrift eftir Úlfar Finnbjörnsson sem birtist í hátíðarblaði Gestgjafans í desember 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 300 g hrátt hangikjöt, fitu og sinalaust
 150 g rjómaostur
 1 poki klettasalat
 1 msk. hunang
 2 msk. sítrónusafi
 salt og nýmalaður pipar
 salat
 1/2 mangó, skrælt og skorið í tengina
 2 msk. furuhnetur
 4 msk. pistasíuolía

Leiðbeiningar

1

Hálffrystið hangikjöt og skerið síðan í þunnar sneiðar.

Setjið rjómaoskt, klettasalat, hunang, sítrónusafa, salt og pipar í matvinnsluvél og maukið vel.

Setjið eina teskeið af rjómaostamaukinu á hverja hangikjötssneið og leggið sneiðarnar saman.

Geymið í kæli í 4 klst.

Berið fram með salati, mangóteningum, furuhnetum og pistasíuolíu.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​