Hollustupítsa í léttri sveiflu

Hollustupítsa í léttri sveiflu
Pottur og diskur

Hráefni

 1 ferskur pítsubotn, spelt eða venjulegur
 Sósa:
 200 gr rjómaostur
 2 msk hunang
 1 msk rifin piparrót
 1 msk saxað ferskt dill
 Salt eftir smekk
 1 rautt chilli
 1 grænt chilli
 ½ ferskur ananas
 Skarlottulaukur
 1 fenníka
 6 lambalundir
 2 msk ólífuolía
 Smávegis af ferskri myntu eða kóríander.
 Hnífsodd af gullinrót (turmerik), kanill, engifer

Leiðbeiningar

1

Allt hrært saman sem í sósuna á að fara.

Skerið lambalundir smátt og snöggsteikið með ólífuolíunni og þurr kryddinu. Leggið svo til hliðar.

Brytjið ananas í hæfilega bita og bakið í ofni við200°C í 15 mín.

Rífið fenníku, lauk og chilli mjög fínt niður.
Blandið öllu saman með smá slettu af ólífuolíu.

Forbakið pítsubotninn. Setjið sósuna yfir og makið hæfilega. Dreifið fenníkusalatinu yfir pítsuna og heitu kjötinu í kjölfarið, endið á ananasnum. Saxið myntu eða kóríander yfir og berið fram.

Ath: Botninn er volgur, sósan við stofuhita, salatið kalt, lamb og ananas heitt. Þannig að þegar botninn er tilbúinn þarf að hafa hraðar hendur.

Deila uppskrift