Lambaskankar með hoisin sósu

í íslenskum pönnukökum
hoisin lamb á íslenskum pönnukökum

Hráefni

Lambaskankar
 3 stk lambaskankar
 4msk five spice
 3stk hvítlauksgeirar, rifnir
 1stk lárviðarlauf.
 6msk hoisin sósa
 500ml vatn
Pönnukökur
 4stk egg
 600gr mjólk
 1tsk vanilludropar
 1 ½ dl hveiti
 3msk sykur
 ½ tsk lyftiduft
 ½ tsk salt
 70gr bráðið smjör
Meðlæti
 Hoisin sósa
 2 gulrætur
 ½ gúrka
 1 sellerístöngull
  salatblöð

Leiðbeiningar

Lambaskankar
1

Hitið ofninn í 120°C

2

Nuddið skankana með five spice, hvítlauksgeirum, lárviðarlaufi og hoisin sósu. Setjið í eldfast mót og bætið vatni við, eldið í þrjár klst.

3

Rífið kjötið af beinunum og blandið með hluta af sósunni sem eftir situr í bakkanum.

Pönnukökur
4

Blandið öllum þurrvörum saman í skál, hrærið við vanilludropum, mjólk, eggjum og bráðnu smjöri. Steikið á pönnu.

Meðlæti
5

Skerið grænmetið í fína strimla. Raðið öllu á pönnukökuna, síðast lambinu og ögn af sósu í lokin.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​