Lambaskankar með hoisin sósu

í íslenskum pönnukökum
hoisin lamb á íslenskum pönnukökum

Hráefni

Lambaskankar
 3 stk lambaskankar
 4msk five spice
 3stk hvítlauksgeirar, rifnir
 1stk lárviðarlauf.
 6msk hoisin sósa
 500ml vatn
Pönnukökur
 4stk egg
 600gr mjólk
 1tsk vanilludropar
 1 ½ dl hveiti
 3msk sykur
 ½ tsk lyftiduft
 ½ tsk salt
 70gr bráðið smjör
Meðlæti
 Hoisin sósa
 2 gulrætur
 ½ gúrka
 1 sellerístöngull
  salatblöð

Leiðbeiningar

Lambaskankar
1

Hitið ofninn í 120°C

2

Nuddið skankana með five spice, hvítlauksgeirum, lárviðarlaufi og hoisin sósu. Setjið í eldfast mót og bætið vatni við, eldið í þrjár klst.

3

Rífið kjötið af beinunum og blandið með hluta af sósunni sem eftir situr í bakkanum.

Pönnukökur
4

Blandið öllum þurrvörum saman í skál, hrærið við vanilludropum, mjólk, eggjum og bráðnu smjöri. Steikið á pönnu.

Meðlæti
5

Skerið grænmetið í fína strimla. Raðið öllu á pönnukökuna, síðast lambinu og ögn af sósu í lokin.

Deila uppskrift