Hið fullkomna jólalæri með hátíðarsósu

Hjá mörgum er alveg heilagt hvernig lærið er eldað en ég tel að allir hafi gott af því að breyta til öðru hverju og þá má endalaust leika sér með krydd. Um að gera að prófa eitthvað nýtt og spennandi.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri
 1 tsk. rósapipar
 1 tsk. sinnepsfræ
 1 tsk. hvannarfræ
 1 tsk. blóðberg
 1 tsk. kanill
 1 tsk. anís
 1 tsk. rósmarín
 1 msk. salt
 3 dl rauðvín
 olía

Leiðbeiningar

1

Hitið ofn í 170°C. Takið allt þurrkrydd og setjið í mortél og merjið lítillega.

2

Makið olíu á lærið og látið kryddið fylgja á eftir. Setjið í eldfast mót og hellið rauðvíninu í fatið.

3

Setjið inn í ofn í 95 mín. eða þar til kjarnhitinn er kominn upp í 55°C. Þá er lærið tekið út og leyft að hvíla í minnst 15-20 mín. áður en það er skorið.

4

Þá má taka soðið af lærinu og fleyta mestu fitunni af, bæta út í 3 msk. af smjöri og þykkja svo með maizenamjöli. Einnig má missa 1 msk. af góðri sultu út í sósuna. Njótið vel.

5
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hinrik Carl Ellertsson Myndir: Aldís Pálsdóttir Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Deila uppskrift