Heitfeng kjötsúpa

Ilmandi heit, nýstárleg kjötsúpa með kröftugu kryddi. 

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg fyrsta flokks súpukjöt
 Kryddmauk (súpugrunnur)
 2 stilkar lemmon gras
 2 chillybelgir
 1 góður biti engifer (60 gr)
 turmerik á hnífsoddi
 2 msk ólífuolía
 7 msk tómatpúrra
 3 hvítlauksgeirar
 2 sítrónur (safi og rifinn börkur)
 1 límóna (safi og rifinn börkur)
 2 dl vatn
 2 msk hunang
 1 grasker
 2 laukar
 100 gr spínat (má sleppa)
 500 ml kókosmjólk
 1 lítri vatn og kjúklingakraftur

Leiðbeiningar

1

Skerið kjötið niður í bita sem passa vel í skeið.
Brúnið á pönnu þar til fallegum lit er náð.
Geymið meðan súpugrunnurinn er unninn.

Setjið allt í matvinnsluvél sem á að fara í kryddmaukið og maukið. Þá er kryddmaukið klárt fyrir súpugerðina.

Hitið olíu í potti, bætið kryddmaukinu út í og steikið vel (um 2-3 mín). Bætið brytjuðum lauknum og hunanginu út í og látið malla í um 5 mín. Hellið þá kókosmjólkinni og vatninu með kjúklingakraftinum út í. Náið upp suðu, bætið þá kjötinu út í og sjóðið varlega í eina klst.

Brytjið graskerið og bætið út í, það þarf að sjóðaí 10-15 mín.

Spínatinu er svo bætt í þegar súpan er borin fram.

Bon app!

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​