Heilsteiktur lambahryggur með tómötum, basilíku og hvítlauk

Heilsteiktur lambahryggur með tómötum, basilíku og hvítlauk
Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambahryggur
 salt og nýmalaður pipar
 2 rósmaríngreinar eða 1 tsk. þurrkað rósmarín
 4 tímíangreinar eða ¾ tsk. þurrkað tímían
 1 heill hvítlaukur
 ½ búnt basilíka, söxuð
 20 fetaostteningar
 2 msk. furuhnetur (má sleppa)
 10 svartar ólífur
 12 kirsuberjatómatar

Leiðbeiningar

1

Skerið sitt hvoru megin við hryggjarsúluna, niður að rifbeinunum.

Kryddið allan hrygginn með salti og pipar.

Leggið rósmarín og tímína ofan í skurðinn sitt hvoru megin við hryggjarsúluna.

Setjið hrygginn í ofnskúffu ásamt heilum hvítlauk og bakið í 50 mín. við 180°C.

Takið þá hvítlaukinn úr ofninum og losið geirana í sundur. Setjið þá í skál ásamt basilíku, fetaosti, furuhnetum, ólífum og tómötum, blandið vel saman og kryddið með salti og pipar.

Leggið blönduna ofan á hrygginn og bakið hann í 10 mín. til viðbótar.

Berið hrygginn fram með blönduðum kartöflum og basilíkusósu.

Basilíkusósa
1 dl hvítvín (má sleppa)
4 dl vatn
1 msk. lambakraftur
½ búnt basilíka, smátt söxuð
sósujafnari
40 g kalt smjör í teningum
salt og nýmalaður pipar

Hellið hvítvíni og vatni í ofnskúffuna með lambinu þegar 5 mínútur eru eftir af eldunartímanum og bakið lambið áfram í 5 mín.

Hellið soðinu í pott ásamt lambakrafti og basilíku og þykkið með sósujafnara.

Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri saman við.

Hrærið í þar til smjörið er bráðnað og smakkið til með salti og pipar.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift