Heilsteiktur lambahryggur með grófkorna sinnepi og fáfnisgrasi

Haustin eru tími uppskeru og bæði matjurtagarðar og verslanir geyma úrval af gómsætu grænmeti sem er upplagt að bjóða upp á með hreina og heilnæma lambakjötinu okkar.

Gestgjafinn september 2010 úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambahryggur
 salt
 nýmalaður pipar
 4 msk. grófkorna sinnep
 1 eggjarauða
 2 msk. fáfnisgras (esdragon), smátt
 saxað eða 1 msk. þurrkað

Leiðbeiningar

1

Skerið u.þ.b. 2-3 cm djúpar rendur þvert ofan í lambahrygg með 1 cm löngu millibili. Skerið þá beggja vegna við hryggjarsúluna alveg niður að rifbeinum. Nuddið salti og pipar vel inn í kjötið á báðum hliðum. Setjið hrygginn inn í 200°C heitan ofn í 10 mín. Lækkið þá hitann niður í 180°C og bakið í 25-30 mín. Blandið saman grófkorna sinnepi, eggjarauðu og fáfnisgrasi. Setjið maukið ofan á miðjan hrygginn og bakið í 10 mín. til viðbótar. Berið fram með steiktu grænmeti, kartöflum og esdragon-sósu.

2

Esdragon-sósa:

3

1 dl hvítvín
2-3 dl vatn
1 dl rjómi
1 msk. fáfnisgras
lambakraftur
salt
pipar
sósujafnari

Hellið hvítvíni og vatni í ofnskúffuna þegar hryggurinn á eftir 5 mín. af eldunartímanum. Hellið soðinu í pott þegar hryggurinn er tilbúinn og bætið rjóma, fáfnisgrasi, lambakrafti, salti og pipar saman við. Þykkið með sósujafnara.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Guðrún Vaka Helgadóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​