Heilsteiktur lambahryggur að hætti Burgundy-búa

Frábær uppskrift úr jólatölublaði Gestgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambahryggur
 salt og nýmalaður pipar
 1 tsk. tímíanlauf
 1 tsk. rósmarínnálar
 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

Leiðbeiningar

1

Skerið ½ cm djúpar rákir ofan í fituna á hryggnum með 1 cm millibili.

Saltið hrygginn og kryddið með pipar, tímíani, rósmaríni og hvítlauk.

Færið hrygginn í ofnskúffu og setjið í 180°C heitan ofn í 50 mín.

Berið hrygginn fram með sósunni og t.d. steiktu grænmeti og kartöflum.

2

Burgundy-sósa:

3

2 dl rauðvín
2 msk. olía
10 litlir sveppir
10 skalotlaukar
2 beikonsneiðar, skornar í 2 cm bita
1 tsk. tímíanlauf
2 lárviðarlauf
1 tsk. tómatmauk
3 dl vatn
1 tsk. lambakjötskraftur
sósujafnarisalt og nýmalaður pipar

Hellið rauðvíni yfir hrygginn þegar hann er búinn að vera í ofninum í 40 mín. og leyfið honum að bakast áfram í 10 mínútur.

Hellið þá rauðvíninu úr ofnskúffunni í skál og veiðið alla fitu ofan af.

Hitið olíu í potti og látið sveppi, lauk og beikon krauma í 3 mínútur.

Bætið þá rauðvíninu í pottinn, ásamt tímíani, lárviðarlaufum og tómatmauki, og sjóðið niður um ¾.

Setjið vatn og lambakraft saman við og þykkið með sósujafnara.

Bragðbætið með salti og pipar.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon og Karl Petersson

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​