Heilsteiktur lambahryggur að hætti Burgundy-búa

Frábær uppskrift úr jólatölublaði Gestgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambahryggur
 salt og nýmalaður pipar
 1 tsk. tímíanlauf
 1 tsk. rósmarínnálar
 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

Leiðbeiningar

1

Skerið ½ cm djúpar rákir ofan í fituna á hryggnum með 1 cm millibili.

Saltið hrygginn og kryddið með pipar, tímíani, rósmaríni og hvítlauk.

Færið hrygginn í ofnskúffu og setjið í 180°C heitan ofn í 50 mín.

Berið hrygginn fram með sósunni og t.d. steiktu grænmeti og kartöflum.

2

Burgundy-sósa:

3

2 dl rauðvín
2 msk. olía
10 litlir sveppir
10 skalotlaukar
2 beikonsneiðar, skornar í 2 cm bita
1 tsk. tímíanlauf
2 lárviðarlauf
1 tsk. tómatmauk
3 dl vatn
1 tsk. lambakjötskraftur
sósujafnarisalt og nýmalaður pipar

Hellið rauðvíni yfir hrygginn þegar hann er búinn að vera í ofninum í 40 mín. og leyfið honum að bakast áfram í 10 mínútur.

Hellið þá rauðvíninu úr ofnskúffunni í skál og veiðið alla fitu ofan af.

Hitið olíu í potti og látið sveppi, lauk og beikon krauma í 3 mínútur.

Bætið þá rauðvíninu í pottinn, ásamt tímíani, lárviðarlaufum og tómatmauki, og sjóðið niður um ¾.

Setjið vatn og lambakraft saman við og þykkið með sósujafnara.

Bragðbætið með salti og pipar.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon og Karl Petersson

Deila uppskrift